Researcher holds new skin made from shark cartilage and bovine collagen to be used as a matrix for regrowth of new dermis on burned skin of fire victims and other skin trauma. --- Image by © Dan McCoy - Rainbow/Science Faction/Corbis
Mynd © Dan McCoy – Rainbow/Science Faction/Corbis

Snyrtivörurisinn L’Oreal stefnir að því að þrívíddarprenta húð, samkvæmt fréttastofu BBC. L’Oreal hefur samið við líftæknifyrirtækið Organovo og munu fyrirtækin vinna saman að því að búa til húðina. Ekki er vitað nákvæmlega í hvaða tilgangi L’Oreal vill nota húðina.

Ljóst er að þrívíddarprentuð húð gæti til dæmis nýst vel í að byggja upp húð einstaklinga sem hafa hlotið skaða af völdum bruna en ekki er ljóst hver hagurinn væri af því að nota tæknina í snyrtivöruiðnaðnum, framyfir þá sem fyrirtækið notar nú þegar. Eins og er fær L’Oreal mikið magn af húð frá sjúklingum lýtalækna og framleiðir úr henni meira en 100.000 húðsýni á ári sem eru 0,5 fersentímetra að stærð.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum segir: „Samstarf okkar mun ekki eingöngu færa okkur nýjar háþróaðar in vitro aðferðir til þess að meta öryggi og frammistöðu snyrtivara, en möguleikarnir sem fylgja þessarri nýju tækni og rannsóknum eru ótakmarkaðir“.