nuts-1736520_1280

Samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum í Bandaríkjunum er foreldrum ráðlagt að gefa ungabörnum allt niður í fjögurra mánaða fæðu sem inniheldur jarðnhetur. Tilgangurinn er að fyrirbyggja jarðhnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni.

Tíðni ofnæmis hefur farið vaxandi á heimsvísu á undanförnum áratug en niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að börn sem fá jarðhnetur snemma á lífsleiðinni séu ólíklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi. Mikilvægt er þó að þeim séu ekki gefnar heilar hnetur vegna köfnunarhættu.

Nýju viðmiðunarreglurnar eru gefnar út af Bandarísku smitsjúkdóma- og ónæmisfræðistofnuninni (National Institute of Allergy and Infectious Diseases, NIAID) og fela í sér eftirfarandi:

  • Börn með alvarlegt exem, eggjaofnæmi eða hvoru tveggja skulu fyrst fá fæðu sem inniheldur jarðhnetur fjögurra til sex mánaða. Haft skal samráð við heilbrigðisstarfsfólk.
  • Börn með milt exem skulu fyrst fá fæðu sem inniheldur jarðhnetur um 6 mánaða aldur.
  • Börn sem ekki hafa exem eða önnur ofnæmi mega fá fæðu sem inniheldur jarðhnetur samhliða því sem önnur fæða er kynnt fyrir barninu.

NIAID telur að með fræmkvæmd nýju viðmiðunarreglanna komi tíðni jarðhnetuofnæmis til með að fara minnkandi í Bandaríkjunum.

Samkvæmt Michale Walker við Evrópsku stofnun ofnæmis og klínískrar ónæmisfræði (European Academy of Allergy and Clinical Immunology), eru viðmiðunarreglurnar byggðar á góðum vísindalegum rökum. Walker mælir þó með því að foreldrar ræði við heimilislækni áður en jarðhnetur séu gefnar börnum í þeim löndum þar sem tilmæli eru önnur.