Mynd: Lifehacker
Mynd: Lifehacker

Hreinlæti er sennilega hvergi mikilvægara en á spítölum. Mikið kapp er lagt í að halda spítölum sýklafríum þar sem sýkingar gætu valdið umtalsvert meiri erfiðleikum fyrir sjúklinga en heilbrigða einstaklinga. Nú hefur vísindahópur við fyrirtækið Sherwin-Williams þróað málningu sem getur leitt til byltinga hvað varðar baráttuna við sýkla inná sjúkrastofnunum.

Málningin inniheldur fjórgild ammóníumefnasambönd, en vitað er slík efnasambönd hafa neikvæð áhrif á bakteríur. Framleiðendur málningarinnar segja að virkni hennar mælist tveimur tímum eftir að hún er borin á yfirborð og þá hafi bakteríum á hinu málað yfirborð fækkað um 99,9%. Að sama skapi segja framleiðendur málninguna geta enst í allt að fjögur ár. Nánar er sagt frá málningunni og eiginleikum hennar í myndbandinu hér að neðan.

Enn sem komið er er varan ekki komin á markað en stefnt er á að því verði áorkað á næsta ári. Áður en stofnanir á borð við spítala og jafnvel skóla eða leikskóla setja allt sitt traust á málninguna er samt rétt að taka fram að prófanir hafa hingað til ekki farið fram í raunverulegum aðstæðu, þ.e.a.s. málningin hefur einungis verið prófuð á rannsóknarstofu þar sem öllum breytum er vandlega stjórnað. Hins vegar hafa prófanir framleiðanda leitt í ljós að málningin drepi þekkta sýkla á borð við Staphylococcus aureus, Escherichia coli og Enterobacter aerogenes og eru þá meðtaldar ákveðnir stofnar innan þessara tegunda sem hafa myndað ónæmi gegn sýklalyfjum. Vonandi gefa frekari tilraunir á málningunni góða raun.