Þann 14. apríl næstkomandi standa Samtök krabbameinsrannsókna á Íslandi (SKÍ) fyrir málþingi og aðalfundi félagsins.
Málþingið og aðalfundurinn verður haldinn í húsnæði Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð.
Aðalfundur verður frá 15:30 – 16:00 og mun þá vera kosið í stjórn. Eftir það hefst málþing SKÍ þar sem Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Þórunn Rafnar, Laufey Tryggvadóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir munu kynna ýmis málefni tengd krabbameinsrannsóknum á Íslandi.
Hægt er að kynna sér málið betur á heimasíðu SKÍ.