Á morgun, þann 16. nóvember, standa Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) fyrir málþingi um mergæxli og skylda sjúkdóma. Málþingið fer fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins frá klukkan 16:30 til 18:30 og er það opið öllum.
Málþingið er tilvalið tækifæri til að kynna sér rannsóknir íslenskra vísindamanna á sviði krabbameinsrannsókna og má sjá dagskránna í heild sinni hér að neðan.
Dagskrá
16.30 – 16.45 Kaffi og kleinur
16.45-17.20 Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum, Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
17.20-17.45 Ættlægni mergæxla og skyldra sjúkdóma, Helga Margrét Ögmundsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
17.45 -18.05 The mechanism of BLIMP1 mediated survival in Waldenström’s macroglobulinemia, Kimberley Anderson, doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands
18.05-18.25 Mergæxli og fylgisjúkdómar – skiptir það máli? Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir, læknir og doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands
18.30 Dagskrá lokið