Mynd: University of california consortium
Mynd: University of california consortium

Næstkomandi þriðjudag, þann 29. september verður haldinn opinn fundur á vegum Mannfræðifélags Íslands (Mannís). Efni fundarins er fósturskimun/greining án inngrips eða það sem útleggst á ensku non-invasive prenatal testin (NIPI).

Á fundinum verða fyrirlesarar úr öllum áttum, sérfræðingar frá Landspítalanum, fulltrúi félags áhugafólks um Downs heilkenni og siðfræðingur. Munu þau reyna að varpa ljósi á þær spurningar sem við reynum að svara með fósturskimunum, hverjir kostir þeirra og gallar eru.

Fundurinn fer fram í Hringsal Landspítalans, þriðjudaginn 29. september eins og áður segir og hefst hann klukkan 16:30. Hvetjum sem flesta til að mæta.