Mynd: NPR
Mynd: NPR

Mænusótt er sjúkdómur sem orsakast af veiru sem kallast polioveira. Í flestum tilfellum lýsir sjúkdómurinn sér svipað og flensa en í sumum tilfellum getur veiran lagst á miðtaugakerfið og skaðað hreyfigetu og valdið lömun. Af þessum orsökum hefur sjúkdómurinn einnig nafnið lömunarveiki.

Á Íslandi eru ungabörn bólusett gegn mænusótt og síðastliðin 20 ára hafa engin mænusóttartilfelli komið upp hér á landi. Þetta er gott dæmi um hvað bólusetningar geta verið öflugt tæki til að vernda heildina, sem er mjög mikilvægt þar sem sumir einstaklingar geta ekki fengið bólusetningar vegna t.d. ofnæmis.

Í fátækari ríkjum heims hefur þó gengið verr að berjast við veiruna, en þar hefur bólusetningum verið ábótavant. Með hverju ríkinu sem bætist í hóp þeirra sem gera bólusetningar aðgengilegri fækkar tilfellum sjúkdómsins. Nú loks erum við komin á þann stað að við sjáum fram á að veiran heyri brátt sögunni til.

Í ár hafa einungis níu tilfelli mænusóttar verið tilkynnt í öllum heiminum. Öll hafa þau komið upp í annað hvort Afganistan eða Pakistan. Í fyrra voru tilfellin 96 og komu þau langflest upp í þessum tveimur löndum, svo leiða má líkur að því að bólusetningum er ábótavant þar.

World Health Organisation (WHO) eru bjartsýn á að á sama tíma á næsta ári verði fjöldi mænusóttartilfella á árinu núll. Til þess þarf þó áframhaldandi sameiginlegt
átak allra þjóða heimsins. Takist það er polioveiran önnur veiran sem tekist hefur að útrýma við bólusetningum en bólusetningar gegn henni hafi nú þegar bjargað milljónum einstaklinga frá ævilangri fötlun.