Mynd: iconiContent
Mynd: iconiContent

Ótti er tilfinning sem flestir kannast við. Mjög margir hafa upplifað ótta við að horfa á hryllingsmyndir, enda er það hlutverk myndnanna að vekja með okkur ótta. En hvað er ótti raunverulega, hvað gerist í líkama okkar þegar við verðum hrædd?

Tilfinningin virkjar heilann á nokkrum stöðum, í gegnum boðefnið glútamín. Heilinn sendir svo boð í nýrnahetturnar sem fara að framleiða adrenalín og lifrina sem fer að losa glúkósa. Kortisól magn í líkamanum rýkur einnig upp og saman gera þessi efni það að verkum að við fáum auka kraft til að flýja.

Myndbandið hér að neðan sem birtist á youtube rás Reactions útskýrir þetta allt saman í ystu æsa. Við mælum með að lesendur kynni sér það, sérstaklega ef til stendur að horfa á hryllingsmynd um helgina.