human-chimpanzee

Oft er talað um að líkindin milli manns og simpansa séu á bilinu 95-99%. Það hljómar furðulega því menn og simpansar eru þrátt fyrir allt mjög ólíkar dýrategundir og geta til dæmis ekki eignast afkvæmi saman. Það þýðir að tegundirnar eru þokkalega fjarskyldar þrátt fyrir að líkindin í erfðaefni þeirra séu um 99%.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Erfðaefnið getur til dæmis verið mjög líkt þó ákveðnar mjög mikilvægar breytingar hafi orðið á því, eins og til dæmis tvöföldun á ákveðnum svæðum, tilfærsla svæða milli litninga eða viðsnúningur á öðrum svæðum í erfðaefninu. Allt eru þetta breytingar sem valda því að tjáning á erfðaefninu verður öðruvísi og það eru meðal annars þessar breytingar á tjáningunni sem valda því að tegundirnar eru svona ólíkar.

Þegar talað er um 99% skyldleika manna og simpansa þá er verið að skoða basabreytingar á erfðaefninu en ekki tekið tillit til stærri breytinga eins og tilfærslum á DNA. Stórar breytingar á erfðaefninu geta haft mikil áhrif á útkomuna, en þær geta líka haft lítil sem engin áhrif. Það sama má segja um litlar breytingar, stundum getur breyting á einum basa valdið umbreytingu á útkomunni.

Þetta er allt saman útskýrt í meðfylgjandi myndbandi sem Hvatinn fékk að láni á youtube rás MinuteEarth, góða skemmtun.