Mynd: Petaluma Dental Group Blog
Mynd: Petaluma Dental Group Blog

Sætindi eru sennilega þau matvæli sem leggja hvað mest af mörkum við að bæta aukakílóum á þjóðir heimsins. Sykur er notaður í ofsalega margar vörur, meira að segja vörur sem okkur dettur ekki í hug að innihaldi sykur.

Þrátt fyrir vitundarvakningu um að sykur er ekki sérlega hollur þá virðumst við einhverra hluta vegna ekki geta hætt að borða hann, það er reyndar mjög eðlilegt að eiga erfitt með að hætta að borða hann. Sætt bragð gefur merki til líkamans um að hér sé mikla orku að fá í litlum einingum. Áður en maðurinn fór að rækta jörðina var einmitt mjög skynsamlegt að borða allt það sæta sem fékkst útí náttúrunni, þar sem ekki var hægt að tryggja að einhver fæða fengist á næstunni. Nú er hins vegar öldin önnur og við borðum miklu meira af sykri og mat yfir höfuð en við þurfum raunverulega á að halda.

Í myndbandinu hér að neðan sem birt var á youtube-rás BrainCraft er farið í gegnum það hvers vegna líkaminn gefur okkur ekki merki um að við þurfum ekki að innbyrða meiri orku þegar við borðum sykur.