Mynd: zuki70/Fotolia
Mynd: zuki70/Fotolia

Sýklalyfjaónæmi baktería er mikið áhyggjuefni sem snertir okkur öll. Einn stærsti áhrifavaldur ónæmisins er ofnotkun sýklalyfja og röng meðhöndlun þeirra. Styrkur sýklalyfja í umhverfi okkar og bakteríanna er alltaf að verða meiri og meiri og um leið verða til aðstæður sem toga í þróun baktería sem þola sýklalyfin. Þarna er náttúrulegt val að störfum í sinni skýrustu mynd, þær bakteríur sem þola lyfin lifa af og fjölga sér.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig bakteríur ná að þróa með sér þol gegn sýklalyfjum á skömmum tíma í tilraun sem var framkvæmd í risavaxinni bakteríurækt. Tilraunin var framkvæmd við Harvard Medical School. Við ættum að hafa þetta í huga næst þegar við meðhöndlum sýklalyf, hversu mikilvægt það er að umgangast þau rétt.