sneeze

Margir kannast við að líða illa eftir svefnlitla nótt. Rannsóknir hafa sýnt að sjö tíma svefn sé lágmark til að viðhalda góðu líkamlegu jafnvægi, fleiri rannsóknir bætast nú í hóp þeirra sem sína fram á hagnað þess að fá nægan svefn.

Í rannsókninni var litið á líkur þess að fá kvef eftir að hafa komist í snertingu við kvefveiru. Margir þættir voru skoðaðir, svo sem aldur, reykingar og streita en enginn þeirra hafði jafnmikil áhrif og svefn. Þeir sem eyddu sex tímum eða minna meðvitundarlausir í rúminu voru fjórum sinnum líklegri til að fá kvef þegar þeir komust í snertingu við veiruna en þeir sem sváfu meira en sjö tíma.

Svefn hefur áður verið tengdur við langvarandi veikindi og fleiri þætti og nú hafa vísindamenn einnig staðfest að of lítill svefn veikir ónæmiskerfið okkar og dregur úr getu þess til að berjast við sýkingarvalda. Nægur svefn hefur áhrif á svo marga þætti, meira að segja útlitið, svo það borgar sig að fara snemma í rúmið.

Tengdar fréttir:
Sérfræðingar segja 7 tíma svefn lágmark
Svefn hefur áhrif á minni
Svefnleysi breytir tjáningu gena