sleepy

Það er vel þekkt að fólk hefur misjafnar líkamsklukkur. Sumar líkamsklukkur byrja að framleiða melatónín snemma á kvöldin, sem gerir fólk að svokölluðum A-manneskju, meðan aðrar líkamsklukkur hefja sína framleiðslu seint á kvöldin eða á nóttunni og eru þær til staðar í því sem við flokkum sem B-manneskjur. A og B manneskjur hafa svipaðan takt í sínum líkamsklukkum, eini munurinn er að samfélagsklukkurnar eru samstilltar með A-manneskjum en ekki með B-manneskjum.

Þrátt fyrir þetta virðumst við flest getað lifað saman og myndað samfélag en öðru hvoru kemur upp sú staða hjá öllum að fullur svefn er ekki mögulegur kostur. Við þessar aðstæður getur lítill svefn haft dramatískar afleiðingar fyrir ákveðinn hóp af fólki, meðan afleiðingarnar eru mun minni hjá öðrum. Ný rannsókn, sem birtist í tímaritinu PLOS ONE sýnir að eitt af því sem hefur áhrif á hversu vel okkur gengur að höndla lítinn svefn er einmitt hvenær við byrjum að framleiða melatónín.

Til að skoða þetta voru 43 heilbrigðir einstaklingar skoðaðir með tilliti til svefnvenja, síðan sviptir góðum nætursvefni í tvær nætur í röð. Eftir það voru þátttakendur spurðir útí líðan sína. Í ljós kom að þeir sem myndu sennilega flokkast B-manneskjur eiga mun erfiðara með að höndla svefntruflanir en þeir sem flokkast A-manneskjur.

Til að reyna að koma í veg fyrir afleiðingarnar af of litlum svefni eins og orkuleysi, pirring og almenna vanlíðan er því gott að passa uppá svefninn sinn, útrýma hlutum sem gætu truflað hann úr svefnherberginu og fara alltaf að sofa á sama tíma.

Tengdar fréttir Hvað gerist þegar við skoðum snjallsímann rétt fyrir svefninn?