Paper Shredder

Lyfjafyrirtækjum er skylt að birta allar niðurstöður klínískra rannsókna sem þau framkvæma. Þótt ótrúlegt megi virðast er þó algengt að neikvæðar niðurstöður séu ekki birtar sem getur leitt til þess að læknar skrifi upp á lyf sem annaðhvort virka ekki eða gætu jafnvel verið skaðleg.

Nýlega var grein birt í PloS Medicine þar sem sagt er frá því að þrátt fyrir að dagsektir fyrir það að birta ekki niðurstöður séu $10.000 í Bandaríkjunum hefur ekkert fyrirtæki verið sektað fram að þessu. Þetta er sérstaklega undarlegt í ljós þess að fleiri en 50% rannsóknaniðurstöður hafa ekki verið birtar innan þeirra tímamarka sem fyrirtækjum er gefinn.

Til þess að taka á þessum vanda hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að allar klínískar rannsóknir skuli vera skráð í gagnagrunn sem opinn er fyrir almenning áður en þær fara fram og að niðurstöður skuli vera sendar inn til ritrýndra tímarita innan 12 mánaða eða birtar á öðrum vetvangi innan 24 mánaða. Kröfur WHO eru ekki lagalega bindandi en munu vonandi hvetja lyfjafyrirtæki til þess að breyta til betri vegar svo lækna, sjúklingar og aðrir sem eiga í hlut geti tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að lyfjavali.