Mynd: Pocket Now
Mynd: Pocket Now

Vísindamönnum við University of Albany hefur tekist að þróa nýja tækni sem gerir þeim kleift að greina kyn einstaklinga út frá fingraförum þeirra.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Analytical Chemistry en þar kemur fram að tæknin greindi rétt kyn í 99% tilfella.

Tæknin sem um ræðir byggir á ákveðnum amínósýrum sem eru til staðar í svita en styrkur þeirra er tvöfallt hærri í svita kvenna en karla. Þannig er notast við lífefnafræðilega eiginleika fingrafaranna fremur en að horfa á þau myndrænt eins og hingað til hefur verið gert.

Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta virkni tækninnar en þátttakendur í rannsókninni voru fáir. Ef rétt reynist gæti tæknin auðveldað vinnu réttarvísindamanna enda ekki slæmt að geta útilokað annað kynið þegar leitað er að eiganda fingarfara.