Mynd: The Candida Diet
Mynd: The Candida Diet

Mygla í húsum er þekkt vandamál en lítið er vitað um áhrif hennar á heilsu fólks. Ný aðferð, sem þróuð var af vísindamönnum í Danmörku, gæti þó hjálpað okkur að skilja áhrifin betur í framtíðinni.

Fram að þessu hafa líkön fyrir myglu í byggingum aðeins byggt á einni tegund myglusvepps sem ræktuð er á petri skál. Það sem dönsku vísindamönnunum tókst að gera var að búa til líkan sem líkist aðstæðum í húsum meira en fyrri líkön hafa gert.

Tekin voru 27 ryksýni úr mismunandi heimilum og voru þau greind með tilliti til tegunda myglusvepps. Í ljós kom að sýnin innihéldu í það minnsta 11 tegundir myglusvepps, þar af níu tegundir sem eru tengjast rakaskemmdum í húsum.

Næsta skref vísindamannanna var að sá sveppunum á gifs plötur í þeim tilgangi að rækta þá þar. Því næst var lofti blásið á plöturnar til þess að dreifa myglysveppunum út í andrúmsloftið og líkja þannig eftir þeim aðstæðum sem geta skapast í húsum þar sem myglu er að finna.

Að sögn Anne Mette Madsen, sé stýrði rannsókninni, væri í framtíðinni hægt að nota þessa nýju aðferð til þess að athuga hvernig mýs bregðast við myglu. Ætla má að útfrá slíkum niðurstöðum væri hægt að áætla hver áhrifin eru í mönnum að einhverju leiti. Þannig væri mögulegt að skilja betur þau áhrif sem mygla í húsum hefur á íbúa eða starfsmenn þess.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Applied and Environmental Microbiology.