7c9ccf9660e0c3046deb605993bb4976_vice_670

Nýlega greindi CDC (Centres for Disease Control and Prevention), í Bandaríkjunum, frá áður óþekktum veirusjúkdómi. Sjúkdómurinn er talinn er berast með skordýrabitum og var greindur eftir að maður í Bourbon í Bandaríkjunum lést í fyrra.

Maðurinn var við vinnu utandyra vorið 2014 og var bitinn af blóðmaurum. Um tveimur dögum seinna veiktist hann og voru einkennin meðal annars þreyta, útbrot, hausverku, ógleði og uppköst. Hann var lagður inn á spítala þar sem að blóðsýni leiddu í ljós að fjöldi hvítra blóðkorna var mjög lágur. Stuttu seinna fóru lungu og nýru að gefa sig og á 11. degi lést maðurinn úr hjartaáfalli.

Niðurstöður blóðsýnis sem tekið var á níunda degi leiddi í ljós að maðurinn hafi látist af völdum Thogotoveiru sem tilheyrir ætt Orthomoxyviridae. Thogotoveirur eru þekktar fyrir að valda heilahimnubólgu eða heilabólgum en þær veirur sem þekktar eru hafa ekki jafn mikil áhrif á fjölda hvítra blóðkorna og nýja veiran.

Veirunni var gefið nafnið Bourbon veira og enn sem komið er hefur aðeins eitt tilfelli verið greint. Það er þó talið að sjúkdómurinn hafi verið til staðar í einhvern tíma en tilfelli hafi líklega verið vægari og því hafi hann ekki verið skilgreindur fyrr en nú.

Eins og er engin meðferð, bóluefni né próf til að bera kennsl á sjúkdóminn en mikilvægt er að komast að útbreiðslu hans í blóðmaurum, skordýrum, öðrum dýrum og mönnum til að átt sig á hvað áhrif hann kann að geta haft.

Hér má lesa upplýsingar um sjúkdóminn á heimasíðu CDC og hér má finna umfjöllun Science Alert um málið.