shutterstock_155111174_web_768

Vonir standa til um að nýtt bóluefni gegn HPV veirunni geti veitt betri vernd gegn leghálskrabbameini en þau bóluefni sem nú eru á markaði.

HPV (human papilloma virus) hefur yfir 100 undirflokka sem margar geta valdið kynfæravörtum eða leitt til þróunar leghálskrabbameins. Á markaði eru tvö bóluefni gegn HPV, Gardasil sem veitir vernd gegn fjórum undirflokkum veirunnar og Cervarix sem veitir vernd gegn tveimur. Samkvæmt nýrri grein sem birt var í New England Journal of Medicine er nýtt bóluefni væntanlegt á markað, Gardasil-9, sem veitir vernd gegn níu undirflokkum veirunnar.

14 undirtegundi HPV eru tengdar við leghálskrabbamein en Gardasil getur komið í veg fyrir um 70% af tilfella leghálskrabbameina. Með tilkomu Gardasil-9 er áætlað að hægt sé að koma í veg fyrir allt að 90% tilfella. Aukaverkanir af Gardasil-9 mældust fleiri en fyrir Gardasil en voru þó ekki alvarlegar. Algengustu aukaverkanirnar voru: bólga og sársauki á stungustað, höfuðverkur, ógleði, svimi og þreyta.

Rannsóknir á HPV hafa sýnt fram á að HPV geti, auk leghálskrabbameins, leitt til krabbameins í munni og endaþarmi. Nú standa vonir til um að bæði konur og karlar verði bólusett með nýja bóluefninu en hingað til hafa konur einungis verið bólusettar.

Greinina má finna hér.