drugs

Lyfjagjafir geta oft verið flóknar með þeim tólum sem við notumst við í dag. Flestar lyfjagjafir fara þannig fram að lyfin er gleypt og fara inní blóðrásina í gegnum meltingarveginn eða þeim er sprautað í æð. Blóðrásin er svo verkfærið sem við treystum á að flytji lyfin þangað sem þau eiga að virka. Nýtt tæki sem þróað var við háskólann í Linköping í Svíþjóð mun mögulega breyta þessum aðferðum og gera lyfjagjöf mun skilvirkari.

Fyrirmynd lyfjadælunnar eru jónadælur, en það eru litlar sameindir sem finnast meðal annars í hvatberahimnum. Hlutverk jónadælu er að dæla jónum, sem eru hlaðnar sameindir út eða inn fyrir himnuna. Þegar straumur, eins og til dæmis taugaboð eru, koma að dælunni þá sleppir hún efni út, sem í þessu tilfelli er lyf.

Lyfjadælan var sérstaklega hönnuð með taugalyf í huga, en taugalyf geta verið erfið meðhöndlunar. Það getur í fyrsta lagi verið erfitt en nauðsynlegt að koma lyfinu á hárréttan stað. Mörg taugalyf sem og önnur lyf, geta haft aukaverkanir sem erfitt er að komast hjá. Þegar lyfinu er ekki lengur dælt um allan líkaman í gegnum blóðrásina verður mun auðveldara að koma í veg fyrir aukaverkanir þar sem lyfið er staðbundið. Að auki minnkar lyfjaskammturinn tölurver við það að staðsetja lyfjagjöfina með nákvæmum hætti, svo lítil hætta er á því að lyfið breiðist út í líkamanum.

Dælan var prófuð rottum þar sem taugahindra sem kallast gamma-aminobutyric acid (GABA) var dælt úr lyfjadælunni sem var staðsett alveg við mænuna. Lyfjadælan skilaði tilætluðum árangri í rottunum, en þegar þær höfðu verið með dæluna í tvi daga fór hún að seita út lyfinu sem leiddi til þess að rotturnar höfðu mun hærri sársaukaþröskuld.

Áður en dælan verður notuð í mönnum þarf líklega að gera smávægilegar breytingar svo hún henti betur fyrir mannslíkamann. Einnig eru nokkrir hnökrar sem þarf að huga að eins og tímalengdin sem líkaminn þolir að hafa aðskotahlutinn áður en hann fer að hafa neikvæð áhrif. Hvað sem því líður spila niðustöðurnar, sem birtar voru í Science þann 8. maí, stóra rullu til að auka skilvirkni lyfja og minnka aukaverkanir lyfja.