cane2

Það er víst að fátt er það í þessum heimi sem kemur í veg fyrir að ellikelli mun ná í skottið á okkur fyrr eða seinna. Ellinni fylgja oft aldurstengdir sjúkdómar, það er ekki síst vegna þess að þegar líkaminn eldist þá tapast smátt og smátt hæfni hans til að endurnýja sig. Lyfjaiðnaðurinn framleiðir lyf í stórum stíl til að sporna við áðurnefndum sjúkdómum en þar sem eðli ellinnar er að stöðva hinn eðlilega framgang líkamans þá hafa lyf kannski ekki áhrif nema í takmarkaðan tíma til að lengja líf manna.

En er öldurn sjúkdómur? Fjölmargir hafa að minnsta kosti reynt að lækna fólk af þessum óumflýjanlega kvilla, enn hefur það ekki borið árangur sem erfiði.

Hópur vísindamanna er nú að setja á laggirnar prófanir á lyfinu metformin. Með prófununum vill hópurinn sjá hversu mikil áhrif lyfið getur haft á öldrun og hversu vel lyfinu gengur að snúa öldrun við. Hugmyndin er að ef hægt er að snúa öldruninni við þá verða meðhöndlanir á öðrum sjúkdómum skilvirkari þar sem líkaminn endurheimtar getu sína til endurnýjunar.

Metformin er nú þegar þekkt lyf, það er notað til að meðhöndla sykursýki týpu 2. Lyfið hefur verið prófað á músum í þeim tilgangi að sjá hvaða áhrif það hefur á öldrun og viðsnúningi á henni og hafa niðurstöður þeirra rannsókna komið vel út.

Ástæða þess að prófanirnar eru í fréttum núna, þó tilraunin sé ekki enn komin í gang og niðurstöður úr henni verða ekki birtar fyrr en eftir að minnsta kosti 5 ár, er sú að hópurinn sem stendur fyrir rannsókninni ætlar að kynna lyfið fyrir bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitinu þann 24. júní næstkomandi í von um að geta aflað aukins fjármagns í verkefnið. Hópurinn býst við að niðurstöðurnar muni gjörbreyta meðhöndlun okkar á kvillum eldri borgara og stórbæta lífsgæði þeirra.

Þrátt fyrir allt stendur spurningin enn: Er öldrun sjúkdómur? – Hvað heldur þú?

Lesið einnig fyrri umfjallanir Hvatans um leitina að æsluelexírnum

Lind hinnar eilífu æsku fundin
Vísindamenn hægja á öldrun