steak

Mataræði þar sem prótín og fita hafa yfirhöndina á kostnað kolvetna eru nokkuð vinsæl þessa dagana. Margir reyna að minnka inntöku kolvetna í þeim tilgangi að grennast en nú bendir ný rannsókn til þess að kosturinn við prótínríkt matarræði gæti líka verið sterkara hjarta.

Rannsókn sem unnin var við University of East Anglia bendir til þess að ákveðnar amínósýrur leiði til lægri blóðþrýstings og sterkari æðakerfis. Þessar amínósýrur er að finna prótíni sem kemur úr kjöti og úr plöntuafurðum. Rannsóknin tók til sjö amínósýra en prótín sem við neytum daglega samanstanda af um það bil 20 amínósýrum. Þær sjö amínósýrur sem skoðaðar voru í rannsókninni eru líklegar til að vera til staðar í nánast öllu prótíni.

Áhrifin sem prótínin hafa á blóðþrýsting og æðar voru svo mikil að þau nánast núlluðu út neikvæðar afleiðingar af saltríkri fæðu eða hreyfingaleysi. Hins vegar virtist skipta máli hvaðan amínósýrurnar koma, svo prótín sem fengin voru úr plönturíkinu, höfðu meiri áhrif á blóðþrýstingin meðan kjötinntaka hafði áhrif á styrkleika æðanna. Þetta bendir til þess að önnur efni sem koma með fæðunni hafa áhrif á hvernig við notum næringuna og því skiptir miklu máli að velja kaloríurnar sínar rétt.

Það skiptir því miklu máli að borða matinn sinn, líka grænmetið, velja sér hollan mat á diskinn og þrátt fyrir að hér sé talað um kosti prótínríkrar fæðu þá mælum við ekki með því að sleppa kolvetnunum því þau eru líka góð fyrir heilann.