vejez--644x362

Q10 er vel þekkt á Íslandi og hefur verið vinsælt viðbótarefni í snyrtivörur þar sem efnið er talið vinna gegn áhrifum öldrunar. Þetta efni er einnig selt sem fæðubótarefni, vegna sömu eiginleika, en efnið er talið hafa andoxunarvirkni.

Q10 er einnig þekkt sem ubiquinone eða kó-ensím Q10. Mikið af Q10 er að finna í frumum líkamans og þá sérstaklega í hvatberum. Hlutverk Q10 í hvatbera er að aðstoða við umbreytingu á næringarefnum yfir í orkueiningar sem fruman getur notað. Nýjar rannsóknir á andoxunarvirkni Q10 sem stjórnað var af Siegfried Hekimi og var framkvæmd á músum sýnir að andoxunarvirknin er ekki eins mikilvæg og áður var talið.

Hópi Sigfried Hekimi tókst að búa til mýs sem framleiða ekki Q10. Mýs sem framleiða ekki Q10 og fá það ekki úr fæðu deyja fyrr en mýs sem búa yfir nóg af Q10. Hins vegar þegar mýsnar eru skoðaðar frekar kom í ljós að oxunarskemmdir á frumuhimnum og erfðaefninu var ekki að finna í meira magni í músum sem skorti Q10. Sem bendir til þess að Q10 sé nauðsynlegt til að vernda okkur fyrir oxandi þáttum eins og sindurefnum eða fríum radikölum

Q10 er því mikilvægt til að viðhalda heilbrigðri líkamsstarfssemi, enda er mikið af því framleitt í líkamanum, en aukin inntaka þess í fæðu eða þunnt lag af því á andlitið mun sennilega ekki leiða til eilífrar æsku. Q10 í fæðu getur verið mikilvægt fyrir einstaklinga sem framleiða ekki nægilega mikið af því sjálfir, en því miður heldur leitin að yngingatöflunum áfram.

Ítarefni um rannsóknina er hægt að finna hér.