sleeping-puppies-wallpaper

Helstu séfræðingar í svefnrannsóknum tilkynntu nýverið í tímaritinu SLEEP að við mannfólkið þurfum í það minnsta sjö tíma svefn til að viðhalda góðri heilsu.

15 sérfræðingar í svefni tókur saman gögn úr meira en 5.300 rannsóknum sem skoðuðu sambandi milli svefns og heilsu. Vísindamennirnir voru sammála um það að sjö klukkustunda svefn væri lágmarkið til að viðhalda góðri heilsu í fullorðnum einstaklingum.

Svefnleysi getur haft margar afleiðingar og hefur til dæmis verið tengt við þyngdaraukningu, sykursýki og hjartasjúkdóma.

Samkvæmt sérfræðingunum eru engin efri mörk hvað varðar svefn svo óhætt er að sofa út þegar hægt er.