Mynd: Waldo Pizza
Mynd: Waldo Pizza

Glútenlaust fæði hefur á undanförnum árum vaxið í vinsældum en það hefur ekki með það að gera að glútenóþol fari vaxandi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þvert á móti hefur fjöldi einstaklinga með glútenóþol staðið í stað.

Í rannsókninni voru gögn frá 22.268 einstaklingum í Bandaríkjunum skoðuð. Í ljóst kom að fjöldi þeirra sem ekki hafa glútenóþol en borða það ekki hefur þrefaldastá stuttum tíma. Á milli áranna 2009 til 2010 voru 0,52% þeirra sem ekki höfðu gútenóþol á glútenlausu fæði en á árunum 2013 til 2014 voru það 1,69%.

Niðurstöðurnar benda til þess að fólk kjósi að hætt neyslu á glúteni af heilsufarsásæðum frekar en að um sé að ræða óþol. Samkvæmt fyrsta höfundi greinarinnar, Hyunseok Kim, trúa margir því að glútenlaus fæða sé hollari en fæða sem inniheldur glúten. Fram að þessu hafa rannsóknir þó ekki sýnt fram á að glútenlaus fæða sé hollari en sú sem inniheldur ekki glúten, nema auðvitað fyrir þá sem hafa glútenóþol.

Rannsóknarhópurinn telur að ýmsar ástæður geti spilað inn í aukningu á glútenlausum lífstíl. Eins á áður sagði líta margir svo á að glútenlaus fæða sem hollari en sú sem inniheldur glúten, einnig hefur framboð á glútenlausum vörum aukist mikið og lækkað í verði, auk þess sem fólk gæti í einhverjum tilfellum verið að sjálfgreina sig með glútenóþol.

Það kann þó að vera að glútenlaus lífstíll bæti heilsu sumra en ástæðan er ekki glútenleysið. Frekar er líklegt að þessir einstaklingar séu almennt að borða hollari fæðu, til dæmis með því að minnka inntöku kornvara og unninna matvæla.

Greinin var birt í JAMA Internal Medicine.