sn-PeriodicTable

Fjögur ný frumefni voru formlega viðurkennd á dögunum og hefur þeim verið fundinn staður í lotukerfinu. Efnin hafa sætistölurnar 113, 115, 117 og 118 og verða nefnd í höfuðuð á vísindamönnunum sem báru kennsl á þau, að því er kemur fram á vefsíðu Science.

Líkt og margir þekkja eru frumefni í lotukerfinu flokkuð eftir fjölda róteinda í hverju atómi og kallast sú tala sætistala frumefnisins. Frumefni sem bera fleiri en 92 róteindir eru óstöðug og er sjaldan að finna í náttúrunni. Vísindmönnum hefur þó tekist að búa nokkur slík efni til á tilraunastofu til að sýna fram á að hægt sé að mynda þau við ákveðnar aðstæður.

Nýju efnin, voru uppgötvuð á milli áranna 2002-2010 og voru öreindahraðlar notaðir til að mynda þau. Rússneskir og bandarískir vísindamenn eiga heiðurinn af frumefnum 115, 117 og 118 en japanskir vísindamenn af frumefni númer 113.