Mynd: Omega Animal Removal

Talið er að í það minnsta 14 einstaklingar í Kerala fylki Indlands hafa látið lífið látið lífið af völdum veiru sem kölluð er Nipah veiran. Fleiri liggja á sjúkrahúsi með óstaðfest tilfelli.

Nipah veiran greindist fyrst í mönnum árið 1998 en ekki hefur tekist að þróa bóluefni né áhrifaríkar meðferðir gegn henni. Veiran er sérstaklega skæð og getur dánartíðni smitaðra verið á bilinu 40% to 75%. Vegna þessa er veiran á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir þær veirur sem stofnunin telur að skuli vera í forgangi í rannsóknum. Aðrar veirur á listanum eru meðal annars Ebóla og Zika veiran.

Nipah veiran getur borist frá dýrum til manna og eru ávaxtaleðurblökur náttúrulegir hýslar sjúkdómsins. Önnur dýr geta einnig borið sjúkdóminn með sér sem millihýslar auk þess sem dæmi eru um að veiran hafi borist frá manni til manns. Þegar veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið smituðust hátt í 300 manns í Malasíu af veirunni og létust yfir 100. Í það skiptið barst veiran í menn frá svínum.

Nipah veiran greindist fyrst á Indlandi árið 2001, þá í Bangladesh. Síðan þá hefur hún reglulega skotið upp kollinum í landinu í litlum faröldrum. Tilfellin sem greinst hafa á síðustu vikum takmarkast við bæinn Kozhikode í Kerala héraði Suður-Indlands. Reynt er að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins og er talið að það hafi tekist.