dambrosio3hr

Snjallsímar eru á margan hátt gagnlegir og gætu orðið enn gagnlegri með nýrri tækni sem getur greint sníkjudýr. Þráðormurinn Loa loa er algengur í Mið-Afríku en því miður er hann oft rangt greindur. Ef sjúklingar fá meðferð gegn röngum ormi, Onchocerca volvulus, getur meðferðin valdið heilaskaða og jafnvel dauða. Vegna þessa vandamáls eru lyf við orminum ekki gefin nema staðfest sé um hvorn orminn er að ræða.

Til að taka á þessum vanda hefur rannsóknarhópur við Berkley háskóla þróað tækni þar sem snjallsími er notaður til þess að greina Loa loa orminn í blóðsýni. Í fyrstu rannsókn á tækninni var hún prófuð á 33 einstaklingum og voru niðurstöðurnar birtar í Science Translational Medicine.

Tæknin virkar þannig að snjallsíminn er settur á þrívíddaprentaðann grunn með LED ljósi, stýritækjum, gírum, rafrásum, USB rauf og rauf fyrir blóðsýni. Einnig hefur smáforrit verið búið til sem tengist grunninum með Bluetooth. Gírarnir koma blóðsýninu fyrir fyrir framan myndavél símans síðan greinir hugbúnaður myndbandið og sér hvort Loa loa ormurinn er til staðar. Þetta ferli tekur aðeins tvær mínútur og er því ljóst að ef hún gæti sparað læknum heilmikinn tíma.

Næstu skref eru að prófa tæknina á fleiri sjúklingum til að tryggja virkni hennar. Það er síðan von rannsóknarhópsins að hægt verði að heimfæra tæknina yfir á aðra sjúkdóma til þess að greina fleiri sjúkdóma af völdum sníkjudýra á einfaldann hátt í framtíðinni.

Heimild: Popsci