nacl

Í nútímasamfélagi, þar sem hraðinn er mikill og tíminn takmarkaður, velja fleiri og fleiri að borða mat sem búið er að elda fyrir mann. Slíkur matur hefur það orð á sér að innihalda meira salt en hefðbundinn heimilismatur gerir. Samhliða þessum breytingum hefur saltnotkun einnig aukist í hefðbundnum heimilismat. Nú bendir ný rannsókn til þess aukin inntaka á salti gæti haft áhrif á kynþroska.

Vísindahópur við University of Wyoming kynnti þessar niðurstöður á European Congress of Endocrinology í Dublin á dögunum.

Rannsóknin var unnin á rottum. Hluti rotanna fékk fæðu sem innihélt ekkert salt, hluti fékk það sem flokkast sem eðlilegur dagskammtur, en samkvæmt skilgrieningum WHO ætti fullorðin manneskja að borða um 5 gr af salt á dag, og hluti rottanna fékk svo yfirmagn af salti eða 4-5 falt meira en ráðlagðan dagskammt.

Rotturnar sem fengu of mikið salt, sem og rotturnar sem fengu ekkert salt byrjuðu kynþroskaskeið sitt marktækt seinna en þær rottur sem fengu eðlilegan dagskammt.

Að auki hefur fiturík fæða hefur verið tengd við snemmbúinn kynþroska en samkvæmt rannsókn hópsins í Wyoming dregur saltið út áhrif fituríkrar fæðu. Rottur sem fengu fitu- og saltríka fæðu byrjuðu seinna á kynþroskaskeiði en þær sem fengu eðlilegan saltstyrk.

Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta þessar niðurstöður í mönnum, en ljóst er að saltneysla getur haft víðtækari áhrif en áður var talið.