anti-aging-men-1

Snyrtivörufyrirtæki auglýsa gjarnan í hinum ýmsu tímaritum og staðhæfa ýmislegt um ágæt vörunnar sem um ræðir. En er eitthvað til í staðhæfingum fyrirtækjanna? Ekki ef marka má niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við Valdosta State University gerðu.

Rannsóknarhópurinn skoðaði 289 heilsíðuauglýsingar sjö tímarita sem birt voru í apríl 2013, þar má líklega helst nefna tímarit á borð við Vogue, Glamour og Marie Claire. Staðhæfingarnar sem skoðaðar voru voru meðal annars staðhæfingar sem vörðuðu umhverfið (t.d. “ekki prófað á dýrum”), staðhæfingar um virkni (t.d. “X% notenda fann mun á húðinni eftir X langan tíma”) og vísindalegar staðhæfingar (t.d. “sannreynt með klínískum rannsóknum”).

Staðhæfingar fyrirtækjanna voru flokkaðar eftir því hversu sannar þær væru. Þeim var skipt eftir því hvort þær væru ósannar, einhver yfirsjón hafði átt sér stað, hvort þær væri óljósar eða ásættanlega.

Þótt ótrúlegt megi virðast kom í ljós að aðeins 18% staðhæfinganna voru ásættanlegar og fleiri en fjórar af hverjum fimm voru taldar óljósar eða ósannar. Vísindalega staðhæfingar voru sannar í 14% tilfella, staðhæfingar sem vörðuðu umhverfið í um helmingu tilfella og staðhæfingar um virkni voru ósannar í 23% tilfella.

Þó svo að fæstir búist við þeim undraverður áhrifum sem margar snyrtivörur eru sagðar hafa er niðurstöðurnar satt best að segja frekar sláandi og vekja upp spurningar um ágæti snyrtivörufyrirtækja.

Heimild: ScienceAlert