Mynd: C2Sence
Mynd: C2Sence

Alveg síðan „best fyrir“ dagsetningar voru fundnar upp hafa mennirnir misst trúnna á skynfærunum sem eitt sinn voru notuð til að meta hvort óhætt væri að borða ákveðna vöru eða ekki. Í stað þess að treysta á til dæmis lyktarskynið störum við á dagsetningar á matvælapakkningum og pössum okkur að henda öllu sem hefur ekki nægilega hentuga dagsetningu. En hvað ef ísskápurinn gæti bara sagt til um það fyrir okkur hvort matvara er farin að skemmast eða ekki?

Rannsóknir á þessu sem unnar hafa verið við MIT hafa nú leitt til stofnunar fyrirtækisins C2Sense. Fyrirtækið einbeitir sér að því að hanna tæki sem nemur etýlen (ethylene), en það er gas sem ávextir gefa frá sér á fyrstu stigum rotnunnar. Ef slíkt tæki væri til staðar í til dæmis ískápunum okkar gætum við treyst því að vita um leið og vara svo mikið sem veltir fyrir sér að verða óneysluhæf.

Þessi skynjari er þó ekki bara nytsamlegur fyrir þá sem vilja reyna draga úr áti á skemmdum vörum heldur ekki síður fyrir ræktendur, innflytjendur og seljendur matvæla. Það vill nefnilega svo óheppilega til að etýlen örvar rotnun, svo byrji einn ávöxtur að gefa frá sér gastegundina hraðar það rotnun á hinum ávöxtunum í ávaxtahillunni. Með því að vera með skynjara nálægt vörunni á hverjum tíma, þ.e. við geymslu og flutning svo dæmi séu tekin, væri hægt að auka geymslutíma ávaxtanna með því að fjarlæga strax „rotna eplið“.

Enn sem komið er hefur skynjarinn ekki verið settur á markað, hins vegar hefur fyrsta útgáfa skynjarans verið prófuð og gefur hún góða raun. Þetta er frábær viðbót fyrir alla sem hafa hag af matvælum og stórt skref í átt að minni sóun matvæla.