Mynd: Medical Grapevine

MS (multiple sclerosis) er sjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á eigin taugafrumur og veldur þannig taugahrörnun í sjúklingnum. Til eru nokkrar gerðir af MS og ein þeirra er kölluð RR-MS eða remitting-relapsing MS. Þá má segja að sjúkdómurinn komi í köstum sem getur gengið að hluta til tilbaka. Í dag miða meðferðir við MS að því að stöðva sjúkdóminn og eru engin lyf til á markaði nú sem hægt er að notast við til að halda sjúkdómseinkennum í skefjum.

Tveir rannsóknarhópar með þá Richard A. Nash og Richard K. Burt í fararbroddi eiga það sameiginlegt að vinna að því að snúa sjúkdómseinkennum MS við í RR-MS sjúklingum. Til þess er notast við stofnfrumur sem eru fengnar úr blóði sjúklinganna. Hlutverk stofnfrumanna er í raun að núllstilla ónæmiskerfið svo það hætti að ráðast á eigin líkama.

Niðurstöður beggja rannsóknarhópa sýndu fram á stöðnun eða minnkun sjúkdómsins hjá stærstum hluta sjúklinganna. Að auki mældust lífsgæði sjúklinganna meiri eftir stofnfrumumeðferð en lífsgæði sjúklinga í lyfjameðferð.

Það er því von þeirra sem stóðu á bak við þessar rannsóknir að eftir frekari rannsóknir verði hægt að bjóða sjúklingum uppá stofnfrumumeðferð við MS. Það sem stendur helst í vegi fyrir því að stofnfrumumeðferðir verði notaðar vítt og breytt um heimin er ekki bara það að þær eru dýrari heldur eru þær einnig hættulegri og því þarf að meta áhættuþætti í samanburði við þau lífsgæði sem hljótast af slíkir meðferð.

Niðurstöður rannsóknanna voru birtar í virtum ritrýndum tímaritum, JAMA Neurology og JAMA The Journal of American Medical Association.