eye

Stofnfrumumeðferðir eru oft í umræðunni en hafa þó enn ekki verið samþykktar að fullu í hinum vestrænu heilbrigðisvísindum. Ástæðan er hætta á aukaverkunum eins og krabbameinsvexti og skortur á rannsóknum sem gætu leiðbeint vísindamönnum um hvernig best væri að standa að meðferðinni. Rannsóknir á þessu sviði eru þó í fullu skriði og nýlega var ein slík birt í Stem Cell Report.

Í rannsókninni, sem framkvæmd var í Kóreu, er fjórum einstaklingum fylgt eftir í ár eftir stofnfrumumeðferð. Meðferðin er veitt vegna hrörnunar í augum sem leiðir til blindu. Fósturstofnfrumur voru látnar þroskast til að mynda þekjufrumur í nethimnu sem mynda litarefni (retinal pigment epithelium) eða RPE frumur. En algengast er að þessar frumur deyji tiltölulega snemma í ferlinu sem leiðir til blindu. RPE frumunum var sprautað í nethimnu sjúklinganna í þeirri von um að framganga sjúkdómsins myndi stöðvast.

Eftir eitt ár hafði enginn sjúklingur upplifað aukningu á sjúkdómnum og í raun höfðu þeir allir upplifað einhvern bata. Að auki voru engin merki um aukna frumulifun, æxlismyndun eða aðrar óvæntar aukaverkanir.

Þó allir sjúklingar hafi upplifað bata í þessu ferli þá vara greinahöfundar við óhófsamri bjartsýni þar sem enn á eftir að framkvæma tilraunina í stærra þýði.

Sambærileg rannsókn var unnin í bandarísku þýði og gaf sú tilraun svipaðar niðurstöður. Telja báðar vísindahópar þessar niðurstöður vera sterk rök fyrir því að halda áfram og færa rannsóknirnar á næsta stig þar sem klínískar prófanir eiga sér stað.

Hér má lesa fréttatilkynningu um rannsóknirnar.