Mynd: humanresearch.org
Mynd: humanresearch.org

Þó rottur séu ekki vinsæl dýr almennt séð hafa þær spilað veigamikið hlutverk í vísindarannsóknum í nær 200 ár.

Um 100 milljónir hryggdýra eru notuð í tilraunir á ári hverju en af þeim eru um 25% rottur. Áður fyrr var hlutfallið töluvert hærra en með auknum vinsældum músa sem tilraunadýra hefur hlutfall tilraunarotta minnkað. Saga tilraunarottunnar er þó stórmerkileg og hófst hún fyrir um 200 árum.

Í myndbandinu hér að neðan fer SciShow yfir sögu tilraunarottunnar og af hverju hún er svo hentug sem tilraunadýr í hinar ýmsu rannsóknir.