antibiotics

John Rodakis, faðir drengs með einhverfu, var frekar hissa þegar einkenni einhverfu sonar hans minnkuðu til muna þegar drengurinn tók sýklalyf við hálsbólgu. Rodakis lagðist í rannsóknir til að skilja hvað hafði átt sér stað og birti nýverið niðurstöður sínar í Microbial Ecology in Health and Disease.

Rodakis leitaði að upplýsingum um hvort eitthvað svipað hefði áður átt sér stað og komst að því að rannsókn á barnaspítala í Chicago hafði gefið svipaðar niðurstöður árið 1999. Rannsóknin sýndi fram á að einhverf börn hafa minni fjölbreytileika í bakteríuflóru í meltingaveginum og er tilgátan sú að samband sé á milli örveruflóru líkamans og einhverfu.

Í samstarfi við Richard Frye, lækni sem sérhæfir sig í rannsóknum á einhverfu, skrifaði Rodakis grein um tengsl einhverfu og sýklalyfja. Rodakis ítrekar þó að sýklalyf séu ekki meðferð gegn einhverfu en þau gætu ef til vill gagnast sem rannsóknartól í framtíðinni.

Heimild: Business Insider