1681578-poster-1280bacteria

Undanfarið hefur aukin notkun sýklalyfja verið mikið í deiglunni. Umræðan er ekki að ástæðulausu en sýklalyfjamengun og samhliða sýklalyfjaþol eru að verða vaxandi vandamál. Nú hefur hópur við University of Minnesota einnig sýnt fram á tengingu milli notkunar sýklalyfja og sjúkdóma seinna á lífsleiðinni.

Sýklalyf gera yfirleitt ekki greinamun á bakteríum sem valda sýkingum og bakteríum sem lifa í góðu samlífi við líkamann og eru honum nauðsynlegar til að starfa rétt. Svo virðist sem tíð sýklalyfjanotkun barna leiði til aukinnar áhættu á sjúkdómum tengdum bæði ónæmiskerfinu og offitu. Í rannsókn vísindahópsins við University of Minnesota er fjöldi rannsókn tekinn saman sem gefur vísbendingar um fylgni ofantalinna einkenna og sýklalyfjanotkunar.

Höfundar greinarinnar telja að um sé að ræða fjórir megin áhættuþættir verða vegna ójafnvægis í bakteríuflóru líkamans: lykiltegundir hverfa, fjölbreytileiki minnkar, breyting verður í efnaskiptagetu og að lokum skapast rými fyrir sýkla.

Nýfædd börn eru snauð bakteríum, en með fæðunni og snertingum við annað fólk skapast eðlileg bakteríuflóra í líkama þeirra smátt og smátt. Bakteríuflóran verður ekki til á einni nóttu og hún er lengi að þróast yfir í þá veröld sem hún mun búa einstaklingnum ævilangt. Á því tímaskeiði, þegar flóran er að myndast, er hún hugsanlega enn viðkvæmari fyrir röskunum eins og sýklalyfjum og þá tekur hana lengri tíma að jafna sig heldur en þegar hún er fullmótuð í fullorðnum einstakling.

Höfundar greinarinnar vonast til að samantektin verði upphafið að betri leiðbeiningum varðandi sýklalyfjanotkun ungbarna og barna, það getur skipt gríðarlegu máli þegar á líður.