acanthamoeba_keratitis

Linsur eru afskaplega þægilegar í notkun en eins og svo mörgu öðru getur þeim fylgt ákveðin hætta. Ef hreinlætis er ekki gætt aukast til dæmis líkur á því að smitast af frumdýrinu Acanthamoeba castellanii, þó tilfellin séu sem betur fer sjaldgæf.

A. castellanii er að finna í flestum heimshornum og er svo lífseigt að það getur jafnvel lifað í sumum gerðum linsuvökva. Dæmi eru um það að frumdýrið berist í augu þeirra sem nota linsur og valdi hornhimnubólgu. Einkennin eru meðal annars bólga í auganu, mikill sársauka og skert sjón. Sýkingin getur jafnvel leitt til blindu ef hún er ekki meðhöndluð.

A. castellannii getur borist í augu við ýmsar aðstæður, til dæmis í sundi, heitum pottum eða vegna slæms hreinlætisi. 

Talið er að tilfelli A. castellanii séu að aukast vegna aukinnir notkunar á linsum og er því gott að hafa eftirfarandi reglur í huga þegar linsur eru notaðar:

  • Áður en linsan er sett í augað er mikilvægt að hendur séu þvegnar.
  • Fjölnota linsur skal þrífa daglega með góðum hreinsivökva.
  • Mikilvægt er að farði sé settur á andlit eftir að linsur hafa verið settar í augu til að koma í veg fyrir að augnblýantur eða maskari komist í snertingu við linsurnar.

Þó svo að tilfelli A. castellanii séu sjaldgæf er engu að síður gott að hafa í huga að þrif á linsum eru ekki að ástæðulausu.