4411480473_32942f5c88_b

Frá árinu 2011 hafa þrír menn í Þýskalandi látist af völdum dularfullrar heilabólgu, einn árið 2011 og tveir árið 2013. Mennirnir áttu það sameignlegt að starfa allir sem íkornaræktendur og telur European Centre for Disease Prevention and Control að um sé að ræða sjúkdóm af völdum veiru sem smitast hefur í mennina úr íkornum þeirra.

Mennirnir voru á aldrinum 62-72 og ræktuðu allir íkorna af tegundinni Sciurus variegatoides, sem upprunalega kemur frá Mið Ameríku. Þrátt fyrir það að mennirnir hafi allir þekkst bjuggu þeir ekki nærri hver öðrum en ekki er vitað hvort þeir hafi skiptst á dýrum.

Einkenni sjúkdómsins eru meðal annars hiti, skjálfti, þreyta, veikleiki og erfiðleikar með gang. Þeir létust allir á sjúkrahúsum innan nokkurra daga.

Rannsóknir á einum íkorna þriðja sjúklingsins leiddi í ljós að erfðaefni bornaveiru var til staðar í vefjum hans. Erfðaefni sömu veiru fannst í sýnum úr heilum mannanna þriggja. Ekki hafa fundist orsakatengsl milli erfðaefnisins og heilabólgunnar og ekki er vitað hvernig veira smitaðist. Á þessu stigi er talið líklegt að hún hafi geta borst í biti eða klóri en aðrar smitleiðir hafa ekki verið útilokaðar. Frekari rannsóknir verða gerðar til að skera úr um hvað olli þessum dularfullu dauðsföllum og til að skilja sjúkdóminn betur.