fake-drugs

Þrívíddarprentun hefur sett ný viðmið í mörgum fögum og heilbrigðisvísindin eru þar alls ekki undanskilin. Margir heilbrigðisstarfsmenn binda vonir við að geta í framtíðinni jafnvel prentað líffæri til ígræðslu. Margir aðrir kostir eru í stöðunni fyrir heilbrigðisstéttur og má þar til að mynda nefna lyf, sem mögulega væri hægt að prenta í þrívídd.

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú nýlega samþykkt lyf sem eru til komin með hjálp þrívíddarprentunar. Lyfið heitir Spritam og er tafla sem inniheldur levetiracetam, lyf sem notað er við flogaveiki. Það er lyfjafyrirtækið Aprecia sem framleiðir lyfið og hefur þróað aðferðina sem notuð verður í þrívíddarprentun lyfsins. Sú aðferð er kölluð ZipDose og tryggir hún að til dæmis áferð lyfsins sé rétt, að virku efnin séu til staðar í réttu formi og að hægt sé að nota lyfið á sama hátt og fyrri lyf hafa verið notuð.

Ástæðan fyrir því að þetta lyf varð fyrir valinu sem þrívíddarlyf er að afleiðingin af því að taka ekki lyf við flogaveiki geta verið mjög alvarlegar. Fólk sem tekur flogaveikilyf daglega getur samt sem áður lent í því að gleyma skammtinum sínum og þá er mikilvægt að geta brugðist hratt við. Forsvarsmenn Aprecia sjá fyrir sé að með því að gera lyfið aðgengilegra, ekki bara á pilluformi heldur einnig með þrívíddarprentun væri hægt að koma í veg fyrir mörg flog, sem orsakast af því að lyfin gleymast.

Í framtíðinni gætum við mögulega séð fleiri lyf á þessu formi, þá gætu aðstæður sjúklinga heldur betur breytast þegar nægir að ýta á „print“ og lyfin verða til á örfáum mínútum.

Tengdar greinar:
Fjórvíddar prentun
Veiðiþjófar missa vinnuna