birth-control-pill-packets

Í september í fyrra birtist grein með niðurstöðum rannsóknar sem vakti mikla athygli, meðal annars hér á Hvatanum. Rannsóknin náði til yfir milljón kvenna í Danmörku á næstum 20 árum og komst rannsóknarhópurinn að því að fylgni var á milli notkunar kvenna á getnaðarvarnarpillunni og þunglyndislyfjum.

En veldur pillan þá þunglyndi? Ekki endilega, enda var aðeins um fylgni að ræða og ekki ljóst hvort pillan orsakaði notkun þunglyndislyfja. Pillan, líkt og önnur lyf, hefur þó einhverjar aukaverkanir sem við þekkjum misvel. Hún hefur reynst konum sem vilja koma í veg fyrir getnað afar vel og er einnig notuð til að meðhöndla heilsufarsvandamál á borð við legslímuflakk og PCOS. Við leyfum SciShow að útskýra málið nánar: