brainjpg-859746f4094856e5

Það kemur kannski einhverjum á óvart að víðsvegar um heiminn er að finna svokallaða heilabanka. Í heilabönkum eru heilar látins fólks, sem ákvað að gefa líffærið eftir dauða sinn geymdir og eru þeir nýttir í ýmsar rannsóknir á geð- og taugasjúkdómum.

Heilbankar glíma nú við þann vanda að skortur er á framlögum til heilabankanna og óska því eftir því að fleiri taki ákvörðun um að gefa heila sinn til rannsókna eftir andlát.

Á McLean sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum er að finna einn stærsta heilabanka heims, Harvard Brain Tissue Resource Center. BBC ræddi meðal annars við Dr Kerry Ressler, yfirmanns á sjúkrahúsinu, sem sagði að skortur á heilum tefji nú rannsóknir á mörgum geð- og taugasjúkdómum.

Heilaskorturinn er talinn að einhverju leyti stafa af því að fólk telji að engar breytingar verði á heila þeirra sem glíma við geðsjúkdóma og því sé lítil ástæða til að skoða heilann sjálfann. Þetta segir Sabine Berretta, forstöðumaður vísindarannsókni við Harvar Brain Tissue Resource Center vera alrangt og hafa rannsóknir á gjafa heilum til dæmis nú þegar leitt til aukins skilnings á Parkinsons veiki og meðferða gegn sjúkdómnum sem nú eru í þróun.