old-people-rock

Það er ótrúlegt hvað sumt fólk virðist ekkert eldast á meðan aðrir eru fljótir að fá hrukkurnar. Nú hefur rannsókn sýnt fram á að fólk eldist einmitt mishratt.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Duke University. Fylgst var með 1.000 einstaklingum, sem fæddir voru í sama bæ á sama ári, þegar þeir voru 26, 32 og 38 ára gamlir. Til að meta aldur fólks var stuðst við 18 lífeðlisfræðilega þætti sem tengdir eru aldurstengdum sjúkdómum svo sem efnaskipti, blóðþrýstingi og lengd telómera. Vísindamennirnir reiknuðu síðan út líffræðilegan aldur fólks og báru saman við raunverulegan aldur.

Í flestum tilfellum var fólk ansi nærri sínum raunverulega aldri í líffræðilegum aldri en þó voru nokkrir sem skáru sig úr. Sá einstaklingur sem hafði elst hægast hafði aðeins líffræðilegan aldur á við 28 ára einstakling en sá sem elst hafði hraðast var 61 árs að líffræðilegum aldri.

Þættir tengdir lífstíl, líkt og hreyfing og reykingingar voru ekki skoðaðir sérstaklega. Stefnt er að því að skoða þá þætti frekar til að reyna að komast að því hvað veldur því að fólk eldist á misjöfnum hraða.

Tengdar fréttir:
Vísindamenn hægja á öldrun
Lind hinnar eilífu æsku fundin
Pilla við elli