Mynd: Her Campus
Mynd: Her Campus

Smokkar eru mikilvæg getnaðarvörn enda eru þeir sú eina sem veitir vörn gegn kynsjúkdómum auk þess augljósa ávinnings að þeir koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Margir notendur kvarta þó yfir því að þeir tapi tilfinningu þegar smokkurinn er notaður og reyna vísindamen nú að bregðast við því með því að þróa þynnri smokka án þess að þeir tapi öryggi sínu.

Það eru vísindamenn frá University of Queensland í Ástralíu sem standa á bakvið þróun smokkanna og nota til þess nanó-trefja úr plöntu sem nefnist spinifex grass og finnst í Ástralíu. Vísindamennirnir telja að með því að nota spinifex grass verði hægt að búa til smokka sem eru álíka þykkir og eitt mannshár án þess að smokkurinn tapi öðrum eiginleikum.

Til þess að búa til smokkana vinnur rannsóknarhópurinn nanó-sellulósa úr plöntunni og blanda því við latext. Við þetta styrkist latexið til muna og er það þessi eiginleiki sem gerir rannsóknarhópnum kleift að búa til þynnri smokka.

Í framtíðinni vonast rannsóknarhópurinn til þess að hægt verði að koma þessum nýju smokkum á markað og má ætla að þynnri smokkar með eðlilegri tilfinningu gætu aukið á vinsældir getnaðarvarnarinnar til muna.