050115_IHS_nepal_39_278447_545124

Jarðskjálftinn í Nepal hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa landsins og á það við um bæði menn og dýr. Í vikunni lögðu dýralæknar og sérfræðingar í líknarstarfi frá Humane Society International til landsins með það að markmiði að koma sem flestum dýrum til bjargar. Hópurinn hafði meðal annars með sér lyf, bóluefni, og skurðáhöld og mun á næstu dögum vinna náið með hópum sem sinna velferð dýra í Nepal til þess að hjálpa þeim fjölmörgu dýrum sem eru illa haldin eftir skjálftann.

Eins og gefur að skilja hafa náttúruhamfarir slæmar afleiðingar fyrir dýr jafnt og menn. Með því að leggja áherslu á það að koma þeim dýrum sem lifðu skjálftann af til heilsu er í leiðinni hægt að hafa góð áhrif á samfélagið, sérstaklega í litlum landbúnaðarþorpum þar sem dýrin eru oft nauðsynleg fyrir afkomu fjölskyldna. Tengls manna og dýra eru ekki síður mikilvæg en í mörgum tilfellum eru dýrin það eina sem fólk á eftir. Sem dæmi má nefna að Purnima Tamang, sem missti alla fjölskyldu sína í jarðskjálftanum neitar, að yfirgefa heimili sitt því hún vill ekki yfirgefa geiturnar sínar átta, samkvæmt frétt One Green Planet.