Hvatinn fjallaði nýlega um stærsta helli í heim, Son Doong í Víetnam. Fyrir þá sem hafa áhuga á hellaskoðun en eru ekki á leið til Víetnam á næstunni er komin áhugaverð lausn á vandamálinu. Ljósmyndarinn Martin Edström hefur útbúið gagnvirkt kort af hellinum sem finna má hér.

Í janúar 2015 fór Edström í leiðangur á vegum National Geographic til að búa til kortið. Til þess notaði hann hvorki meira né minna en 25 mismunandi myndavélar auk sterkra LED ljósa til að lýsa upp hellinn.

Við mælum einregið með því að skoða kortið hans Edström og upplifa þá ótrúlegu fegurð sem býr í Son Doong helli heima í stofu.