hyena

Hýenur hafa gríðarlega sterka kjálka, svo sterka að þær geta brutt bein án mikilla vandræða. Kraftur bits þeirra getur verið allt að 1.000 psi en til samanburðar hefur meðalhundurinn bit sem nær aðeins 325 psi.

Þó svo að hýenur séu yfirleitt þekktar sem hræætur veiða þær einnig lifandi bráð og getur hópur hýena veitt stóra bráð í sameiningu, til dæmis buffalo og sebrahesta. Hýenuhópar geta verið stórir eða allt að 80 einstaklingar. Leiðtogi hópsins er alltaf kvendýr en kvenkyns hýenur eru stærri og sterkbyggðari en karldýrin.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar hýenur gæða sér á buffalo hræi í Maasai Mara þjóðgarðinum í Kenýa. Myndbandið er aðeins rétt rúm mínúta en spannar 13 klukkustundir.