BumbleBeeOnMarigoldFlower

Með hlýnun jarðar þurfa margar lífverur að færa sig um set og taka búsvæði þeirra þannig breytingum. Hunangsflugur eru ekki undanskildar en samkvæmt grein í tímaritinu Science hefur hlýnunin þau áhrif að heimasvæði hunangsflugna hreinlega minnka.

Svo virðist sem að hunangsflugurnar færi sig ekki norðar eins og algengt er heldur haldi sig á sama stað og festast því á minna svæði.

Það var vísindamaðurinn Jeremey Kerr ásamt samstarfsmönnum hans sem framkvæmdu rannsóknina. Rannsóknarhópurinn útbjó gagnagrunn úr um 423.000 hnitum 67 tegunda hunangsflugna í Norður Ameríku og Evrópu á milli áranna 1901 og 2010. Notast var sem árin 1901-1974 sem grunnlínu sem var borin saman við breytingar í nyrðstu og syðstu mörk hverrar tegundar, hlýjasta og kaldasta búsvæði og meðalhækkun tegundar.

Í ljós kom að hunangsflugurnar færðu búsvæði sín ekki norður á heitari árunum, hvorki í Norður Ameríku né í Evrópu. Það sem átti sér stað á sama tímabili er að stofnar hunangsflugna á syðri mörkum hafa hrunið og hafa búsvæði þeirra þannig þrengst.

Vísindamenn hafa ekki enn áttað sig á því hvers vegna hunangsflugurnar hafa ekki fært sig norðar en ljóst þykir að hlýnun jarðar hefur valdið því að búsvæði tegundann hafa minnkað.

Tengdar fréttir:
Býflugur verða háðar skordýraeitri
Hvað ef við hefðum engar býflugur?