Mynd: PADI
Mynd: PADI

Kóralrif Jarðar eru í mikill hættu sem stendur og er óvíst hvort þau nái sér á strik á ný, sér í lagi ef hlýnun Jarðar og önnur áhrif manna halda áfram á sömu braut. Í dag eru þó til kóralrif sem eru nokkuð vel stödd enn sem komið er og er eitt þeirra að finna við strendur Vestur Papúa í Indónesíu.

Í rifinu er að finna yfir 600 tegundir kóralla og 1.765 fiskategundir og er nú hægt að fylgjast með þessu merkilega rifi á tölvuskjánum heima þökk sé verkefninu “Valen’s Reef”. Verkefnið var sett á fót af samtökunum Conservation International og var það kynnt á Cannes Lions International Festival of Creativity á dögunum.

Í myndbandinu er hægt að draga myndina fram og tilbaka og sjá þannig rifið frá ólíkum sjónarhornum á meðan myndbandið er í spilun.