Mynd: Kringlan
Mynd: Kringlan

Það er öllum ljós að mannkynið stendur frammi fyrir miklum vanda þegar kemur að sóun. Sífellt er verið að leita lausna á sóunarvandanum og hefur Kringlan bæst í hópinn með átaki sem ber yfirskriftina “Plastpokalaus Kringla”.

Á Facebook síðu Kringlunnar kemur fram að með átakinu vilji Kringaln benda á þá mengun sem hlýst af notkun plastpoka og vill verslunarmiðstöðin hvetja viðskiptavini sína til að draga úr henni.

Gestum býðst nú að taka með sér frían umhverfisvænann og margnota innkaupapoka þegar verslað er í Kringlunni.