Mynd: Roman Golubenko
Mynd: Roman Golubenko

Vegna áhrifa mannsins eru fjölmargar tegundir lífvera í útrýmingarhættu. Það að tegundir deyji út er í sjálfu sér ekki óeðlilegt en vegna ágangs manna er talið að tíðni útdauða sé um 1000 sinnum hærri en ef við værum ekki til staðar á Jörðinni.

Sem betur fer er til fjölmargt fólk sem vinnur hörðum höndum að því að verja þær lífverur sem deila Jörðinni með okkur. Vinna þeirra hefur þegar skilað árangri og eru nokkrar dýrategundir sem áður voru á barmi útdauða farnar að ná sér á strik á ný, að minnsta kosti í bili. Í myndbandinu hér að neðan frá SciShow má sjá nokkrar þeirra.