download

Áhrif plastagna á dýr í hafinu hafa verið nokkuð vel rannsökuð á undanförnum árum. Þar til nú höfum við þó lítið vitað um áhrif plastagna á mannfólk. Ný rannsókn, sem fjallað er um í heimildarmyndinn A Plastic Tide, varpar ljósi á hvað við mannfólkið innbyrðum mikið af plastögnum á ári.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar geta þeir sem borða fisk og skelfisk reglulega tekið inn allt að 11.000 plastagnir á ári. Þegar í líkamann er komið geta plastagnirna að einhverju leyti verið teknar upp í blóðrásina og er ekki vitað hvort eða hvaða áhrif það hefur á heilsufar okkar. Að því er kemur fram í heimildarmyndinni fara um 99% plastagnanna í gegnum meltingarveginn en um 1% þeirra eru teknar upp í blóðrásina. Borði einstaklingur 11.000 plastagnir á ári samsvarar það því að um 60 plastagnir komist inn í blóðrásina ári.

Þó þetta kunni ekki að hljóma svo illa veldur niðurstaðan áhyggjum vegna þess að mannkynið losar sífellt meira plast út í hafið. Haldi losunin áfram á sömu braut gæti staðan verið þannig um næstu aldamót að innbyrtar plastagnir á ári fari upp í 780.000 og 4.000 þeirra verði teknar upp í blóðrásina.

Vegna þess að við vitum ekki enn hvort plastagnirnar hafi áhrif á heilsufar okkar og ef svo er hvernig, bendir Dr Colin Janssen við Ghent háskóla sem leiddi rannsóknina á að það sé mikilvægt að komast að því sem fyrst.

Brot úr heimildarmyndinni má sjá hér að neðan.